Í Come Sail Away! keppist þið um að koma farþegum á lúxus-skemmtiferðaskipið ykkar, og koma þeim í uppáhaldsklefana sína og -aðbúnað. Spilið er einstaklega vel hugsað og fallega myndskreytt, auðvelt að læra en er alltaf áskorun að spila.
Markmið Come Sail Away! er að leiða farþega um skipið þitt á eins fínlegan hátt og hægt er, og fá stig fyrir það. Fyrir utan að fá stig fyrir að fylla hvert herbergi á skipinu, þá færðu bónus fyrir að fylla ákveðin herbergi hraðar en aðrir leikmenn. Eins getur þú hjálpað farþegum með farangur að komast lengra á farangursbrautinni með því að leiða þau í herbergin sín, og fengið þannig smáherbergi til að bæta í skipið, fá fleiri farþega og bónusstig. Eftir því sem líður á spilið þarftu að horfa fram í tímann og gæta að því að skipið hafi pláss fyrir farþegana, annars muntu þurfa að eiga við hóp óánægðra farþega!








Umsagnir
Engar umsagnir komnar