Hviss bang búmm! Litlu töframennirnir gapa af undrun. Er veggur hérna? Töframennirnir verða að rannsaka leyndardómsfulla töfravölundarhúsið gaumgæfilega. Í dag þurfa þeir að leysa mikilvægt verkefni – leitina að töfratáknunum! Þetta væri nú ekki svo flókið ef stóru töframennirnir væru ekki alltaf að stríða þeim. Leiðum er lokað líkt og töfrum hafi verið beitt og leynigöng finnast víða. Leikmenn reyna að komast í gegnum leyndardómsfulla völundarhúsið með töfratáknunum sínum og verða fyrstir til að safna 5 táknum.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
2014 UK Games Expo Best Children’s Game – Sigurvegari
2014 Dětská hra roku – Sigurvegari
2010 Vuoden Peli Children’s Game of the Year – Tilnefning
2010 Lys Enfant – Sigurvegari
2010 Guldbrikken Best Children’s Game – Tilnefning
2010 Golden Geek Best Children’s Board Game – Tilnefning
2010 Boardgames Australia Awards Best Children’s Game – Tilnefning
2010 Årets Spill Best Children’s Game – Sigurvegari
Völundarhús þar sem reynir einnig á minnið hjá ungum sem og eldri spilurum. Segulkúla undir sem fylgir hverjum spilara, ef rekist er á vegg í leiknum þá þarf að byrja uppá nýtt í heimahöfn. Markmiðið er að ná að safna flestum töfrahlutum Virkilega skemmtilegt spil sem gaman að spila aftur og aftur.
Sigríður –
Völundarhús þar sem reynir einnig á minnið hjá ungum sem og eldri spilurum. Segulkúla undir sem fylgir hverjum spilara, ef rekist er á vegg í leiknum þá þarf að byrja uppá nýtt í heimahöfn. Markmiðið er að ná að safna flestum töfrahlutum Virkilega skemmtilegt spil sem gaman að spila aftur og aftur.