Diamant (hefur einnig verið gefið út sem Incan Gold) er fljótlegt, reyndu-á-heppnina spil. Leikmenn halda saman ofan í námu eða rannsaka frumskóginn með því að snúa við spilum og þurfa að deila gimsteinum sem þeir finna með öðrum leikmönnum, og skilja afganginn eftir á spilinu. Áður en næsta spili er snúið við, þá hefur þú tækifæri til að fara út og koma gimsteinunum í var, líka þeim sem þú tókst upp á leiðinni út.
En af hverju ættir þú að fara út? Því að í stokknum eru líka gildrur: sporðdrekar, snákar, eiturgas, sprengingar og rúllandi risagrjót. Þegar einhver gildran birtist í annað skiptið, þá þurfa allir sem eru enn í námunni að sleppa öllu sem þeir eru með og hlaupa út í öryggið. Hins vegar verður þinn hlutur í fjársjóðnum alltaf stærri og stærri eftir því sem fleiri fara út, svo áhættan getur verið þess virði — stundum.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2011 Japan Boardgame Prize U-more Award – Tilnefning
- 2006 Golden Geek Best Light / Party Game – Sigurvegari
- 2006 Golden Geek Best Light / Party Game – Tilnefning
- 2006 Golden Geek Best Kids’ Board Game – Tilnefning
- 2006 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
- 2005 Spiel des Jahres – Meðmæli
- 2005 Spiel der Spiele Hit für Viele – Meðmæli
- 2005 Kinderspielexperten “8-to-13-year-olds” – Þriðja sæti
- 2005 Kinderspielexperten “8-to-13-year-olds” – Tilnefning
- 2005 Japan Boardgame Prize Best Foreign Game for Beginners – Sigurvegari
- 2005 Japan Boardgame Prize Best Foreign Game for Beginners
- 2005 International Gamers Awards – General Strategy; Multi-player – Tilnefning
- 2005 Fairplay À la carte – Sigurvegari
Hafdís –
Fallegir kassar fylgja. Betra að hafa fleiri að spila en færri. Allavega 4 spilara svo þetta sé spennandi enda ertu að ýta á lukku þína. Þetta er rosalega einfalt og alveg hægt að spila með stálpuðum krökkum