Skoðað: 111
Enn einu sinni hitti Díegó dreki ekki á réttan stað! Það sem meira er, þá kveikti hann óvart í hatti frænda síns” En hvert var hann að reyna að hitta? Getur hann enn unnið hina drekana í eldhrákakeppninni?
Verðlaun og viðurkenningar
- 2010 Spiel des Jahres Kinderspiel – Sigurvegari
- 2010 Spiel der Spiele Hit für Kinder – Meðmæli
- 2010 Japan Boardgame Prize U-more Award – Tilnefning
Svanhildur –
Diego Dreki er skemmtilegt barnaspil þar sem allir leikmenn eru virkir spilara allan tímann og hafa tækifæri á að vinna sér inn stig með að fylgjast með. Sérstaklega gaman að sjá er krakkar byrja fatta að plata í spilinu. Smá leikara skapur.
Stefán frá Deildartungu –
Það eru frímínútur og drekarnir flykkjast út á leikvöll að skjóta á mark. En drekar sparka ekki fótbolta í mark, heldur blása þeir eldkúlum!! OG það er ekki eitt mark, heldur SEX!
Virki leikmaðurinn drekur flís sem segir honum á hvaða mark hann á að skjóta (í staðinn fyrir að blása alvöru eldkúlur ýtum við marmarakúlum niður fláa) og hann fær þrjár tilraunir. Að því loknu eiga hinir leikmennirnir allir að giska á hvaða mark hann var að skjóta.
Spilið gerir út á einbeitingu (allra leikmanna, allan tímann – líka þegar þeir eru ekki virkir), fínhreifingar og gabb. Gabbið snýst um að það sé ekki of augljóst á hvaða mark leikmaður er að skjóta.
Frábært spil, sem foreldrar hafa gaman af að spila með krökkunum en krakkarnir geta líka spilað án fullorðna fólksins (og fullorðna fólkið án krakkanna 😉 ).