Í Donkey Bridge verðið þið að draga ykkur mismunandi tákn og hluti, og búa til sögu úr þeim. Best er ef sagan er eftirminnileg og skemmtileg svo þið getið munað hvaða hluti sagan hverfist um. Það ykkar sem býr til eftirminnilegasta ferðalagið — og hlustar vel á sögurnar sem aðrir segja — á mestan möguleika á að sigra spilið.
Donkey Bridge er spilað í tveimur hlutum. Fyrst er söguhlutinn þar sem þið skiptist á að leggja niður spil og segja hluta sögunnar, og svo tekur næsti leikmaður við, og svo koll af kolli. Svo er endurminningin þar sem þið rifjið upp söguna.
Hér að neðan er yfirlit yfir hvernig Donkey Bridge er spilað, ásamt samanburði við systurspil þess Eselsbrücke.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar