Gætið ykkar! Kökuskrímslin hafa stolið tíu kökukrukkum í hverfinu og leika lausum hala! Getið þið leyst skelfilegar gátur þeirra og náð krukkunum tilbaka?
Vinnið saman, eða ein í rólegheitum, að því að leysa mismunandi þrautir til að opna kökukrúsirnar. Sex ólíkar tegundir af þrautum, sem eru sýndar á 36 myndskreyttum, stórum spjöldum, eru settar saman á nýjan hátt í hverri umferð. Notið einfaldan afkóðunarhring til að sjá hvort lausnin sé rétt.
Skemmtileg kynning á EXIT seríunni, sérstaklega fyrir 5 ára og eldri. Ekkert sem þarf að lesa. Allar þrautirnar eru eingöngu byggðar á myndefni, sem gerir það auðveldara fyrir þau yngri að taka þátt. Hægt er að spila aftur og aftur.
Einfaldar reglur til að læra og kenna.











Umsagnir
Engar umsagnir komnar