Sem starfsmaður ítölsku leyniþjónustunnar ertu ekki á byrjunarreit þegar kemur að dularfullum skjölum og flóknum málum — þó að hingað til hafir þú aðeins kynnst þeim sitjandi við gamla skrifborðið þitt. En þegar þú færð Atlantis Beta málið á borð til þín, þá streymir adrenalínið í blóðið þitt. Þú færð loks tækifæri til að sanna þig á vettvangi. Örlög borgarinner eru í þínum höndum: Getur þú bjargað Feneyjum frá leynilegu ráðabruggi um að eyða þeim?
Exit spilin eru eins og „Escape room“ í stofunni heima. Með einurð, hópanda og sköpunargleði uppgötvið þið fleiri og fleiri hluti, leysið kóða, gátur og nálgist takmarkið smám saman. Það er líka svolítið óvenjulegt að stundum þarf að merkja, beygla eða klippa hluti í spilinu.








Umsagnir
Engar umsagnir komnar