Getið þið komist á enda borðins án þess að lenda á springandi kettlingi? Til að reyna, þá spilið þið út spilum og bruggið launráð til að klekkja á andstæðingunum. En ekki verða of örugg með ykkur því ein röng hreyfing getur flippað borðinu. Það gjörbreytir spilinu með nýrri leið þar sem hver hreyfing gæti verið sú síðasta. Þið þurfið að vera fljót að hugsa, gera bandalög, vera klók og forðast kettlingana springandi hvað sem það kostar!
Það er mikið undir en reglurnar eru einfaldar… passið ykkur bara á hættunni og svikunum sem eru framundan, og pissið á ykkur af hlátri á meðan.
Hvaða annað spil gerir ykkur kleift að spila sem Taco-köttur, Sushi-köttur, eða dvergaköttur? Hvar annars staðar fáið þið máttinn sem Kjötbuxurnar, Kattasandsormarnir, eða Fiðrildahnefahöggið gefur ykkur?










Umsagnir
Engar umsagnir komnar