Skoðað: 1.345
Klassíska Orchard spilið frá Haba fyrir tveggja ára og eldri.
Samvinnuspil þar sem við tínum girnilega ávexti áður en krummi hirðir þá. Við söfnum girnilegum eplum, perum og plómum eftir því hvað kemur upp á teningnum hjá okkur.
Frábært fyrsta spil með þeim yngstu.
María Þórdís Ólafsdóttir –
Æðislegt spil þar sem allir vinna saman og fullkomið fyrir fjölskyldur að spila sem fyrsta spil.
Guðrún Matthildur Arnardóttir –
Þetta spil er frábært fyrir unga spilara. Spilarar vinna saman að því að vinna krumma og eru því saman í liði. Ég hef spilað þetta við 2,5 ára son minn sem hefur mjög gaman af þessu og var fljótur að skilja út á hvað þetta gengur. Átta ára bróðir hans hafði líka gaman af þessu spili sem var mikill kostur 🙂
mæli hiklaust með.
Linda Jónsdóttir (staðfestur eigandi) –
First Orchard er skemmtilegt fyrsta spilið barnsins þar sem við vinnum saman að reyna vinna krummann
María Ásmundsdóttir Shanko –
Snilldarspil fyrri leikskólaaldurinn.
What’s in a Game –
Excellent early coop game!