Glansandi fín útgáfa af þessu geysivinsæla spili. Gyllingar og glamúr fyrir allan peninginn.
Spilið er eins: Snúðu við spilum, einu í einu, án þess að fá sömu töluna tvisvar.
Hljómar einfalt? Gettu aftur! Þetta er ekki bara einhver spilastokkur. Í Flip 7 er aðeins einn ás, tveir tvistar, þrír þristar, og svo framvegis, plús fullt af sérstökum spilum sem gefa þér aukastig, gefa annan séns, eða frysta þig eða andstæðing þar sem þau eru.
Ertu týpan sem tekur enga sénsa og tekur stigin áður en þú springur, eða ætlar þú að leggja allt undir og reyna að fá bónusstig með því að snúa við sjö spilum í röð? Reyndu á heppnina, jafnt sem klókindin í þessu skemmtilega spili sem verður örugglega frábærasta spil sem þú hefur nokkurn tímann spilað (samkvæmt útgefanda).
Hér getur þú nálgast skorblokk fyrir símann.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2025 Spiel des Jahres – Tilnefning
- 2024 Origins Awards Best Party Game – Sigurvegari
- 2024 Board Game Quest Awards Best Casual Game – Tilnefning
- 2024 Board Game Quest Awards Best Card Game – Sigurvegari
- 2024 Golden Geek Light Game of the Year – Tilnefning
- 2024 Golden Geek Best Party Game – Sigurvegari








Umsagnir
Engar umsagnir komnar