Fluxx er stokkaspil þar sem spilin sjálf stjórna reglunum. Með því að spila út spili breytið þið spilinu: hvernig á að draga sér spil, hvernig á að spila út spilum, og jafnvel hvernig á að vinna!
Í upphafi spilsins eru hver leikmaður með þrjú spil, og dregur eitt þegar hann á leik og spilar svo einu spili út. Með því að spila út regluspili getur þú bætt við reglu í spilið sem breytir því hvernig það spilast. Það eru til heilmargar mismunandi útgáfur af Fluxx en allar byggja þær á þessum grunni.
Fluxx Fantasy er að vinna með ævintýraheim dreka og dýflissa; dverga, álfa, göfugra sverðsmanna, og galdrakarla; prinsessu í neyð, sem er í raun drekamóðir.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar