Great Western Trail: Argentina

9.340 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 1-4 leikmenn
Spilatími: 75-150 mín.
Höfundur: Alexander Pfister

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: PBGESG50170 Flokkur: Merki:
Skoðað: 4

Í Great Western Trail: Argentina eigið þið stórar eignir í Argentínu í lok 19. aldar, og þurfið að ferðast yfir breiðurnar í Pampas með nautgripina ykkar til að koma þeim á aðallestarstöðina í Buenos Aires.

Great Western Trail: Argentina er spilað á svipaðan hátt og Great Western Trail, með stokkaumsýslu, rondel gagnverkinu, og möguleikanum á að uppfæra leikborðið, með snúningi á þessum fyrirbærum og nýjum slíkum.

Leikborðið kynnir til sögunnar nýja tegund af vinnumanni — bændur — og mismunandi leiðir bíða ykkar á leikborðinu sem gefa ykkur enn fleiri valmöguleika. Velur þú veginn með byggingunum, eða slóðann framhjá bóndunum? Kannski færðu tækifæri til að nýta kýrnar — eða öllu heldur styrk kúaspilanna — til að aðstoða bændur, fá þá með þér í lið og bæta korni, nýrri afurð, við tekjur þínar, þar sem kornið nýtist fyrir báta- og borgarflísar.

Kannski getur þú aflæst styttri leiðum sem koma þér hraðar til Bueons Aires. Þú missir vissulega af aðgerðabyggingum, en kannski fyllir þú skipin áður en hinir komast alla leið. Tímasetningin um að koma hjörðinni á lestarstöðina hefur aldrei skipt meira máli, og mikilvægir bónusar bíða við hafnarflísar borgarinnar.

Það er auðveldara að fá pening í Great Western Trail: Argentina, en þú þarft að halda fleiri boltum á lofti, svo áskoranirnar eru nægar.

Great Western Trail: Argentina inniheldur líka einmennings-útgáfu (e. solitaire) þar sem Pedro bíður þess að þú fáir betra skor en hann.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2022 Meeples Choice Award – Tilnefning
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , ,

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Great Western Trail: Argentina”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;