Velkomin til Hanamikoji, frægustu geisha-götu gömlu höfuðborgarinnar. Geishur — glæsilegar konur, fullnuma í tónlist, myndlist, dansi og fjölda annarra listgreina eftir áralanga þjálfun — eru mikils virtar og dásamaðar. Orðið “geisha” má þýða sem “listakona” og þær dansa og skemmta öllum.
Í Hanamikoji keppa tveir leikmenn um velþóknun sjö geishumeistara með því að safna hlutunum sem þær eru bestar í. Með kænsku og stöku hugrekki getur þú eignast mikilvæga hluti með því að fórna öðrum. Ert þú klókari en andstæðingur þinn, og getur þú öðlast velþóknun geishanna?
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2018 Fairplay À la carte – Annað sætið
- 2016 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Tilnefning
Sandra Tryggvadóttir –
Þetta spil kom mér á óvart. Það er fallegt í sjón, virðist einfalt og er fljótspilað (gott að grípa í til að spila í korter) en krefst lúmskrar kænsku. Spilið gengur út á vinna sér inn velþóknun annað hvort flestra eða bestu geisjanna með því að gefa þeim gjafir. Sá sem gefur geisju flestar gjafir fær hennar velþóknun. Flækjan í spilinu er að í flestum tilfellum getur þú ekki gefið geisju gjöf nema að hjálpa mótherjanum í leiðinni (þú ætlar t.d. að gefa 3 gjafir en mótherjinn fær fyrst að velja eina af gjöfunum og gefa sjálfur, ef þú ætlar að gefa 4 gjafir fær mótherjinn að velja 2 af þeim). Þetta er mekaník sem ég hef ekki kynnst áður og gerir þetta annars einfalda spil mjög skemmtilegt!