Marvel útgáfa af hinu heimsþekkta spili Love Letter, með einn-á-móti-mörgum tilbrigði þar sem eitt ykkar tekur sér hlutverk Thanos á meðan 1-5 leikmenn taka sér hluutverk hetjanna sem berjast á móti honum.
Í spilinu skiptist þið á að draga spil, og útkljá áhrif þess. Hetjurnar geta kallað til Iron Man, Spider-man, Þór, og Scarlet Witch í bardaga og njósnir um áætlanir andstæðingsins. Thanos spilar með tvö spil á hendi, og sinn eigin stokk með handbendum sínum og hinum kröftugu Infinity steinum. Hetjurnar þurfa að nota krafta sína í klókum samsetningum til að berja Thanos niður í núllið áður en hann gerir það sama við þau — eða finnur alla sex steinana og sigrar með fingrasmelli.
Hver mun sigra í þessum bardaga um alheiminn?
Umsagnir
Engar umsagnir komnar