Í grunninn er þetta einfalt: eignast mestan pening, og til þess er teningum kastað.
Á borðinu eru sex hótel, merkt 1-6 og peningur í boði við hvert þeirra. Leikmenn fá átta teninga á mann og í hverri umferð þarftu að kasta og setja teninga af einni tegund á samsvarandi kasínó. Ásar fara á ása-hótelið, tvistar á tvista-hótelið og svo framvegis. Þegar allir leikmenn hafa sett alla teninga út í borð þá fá þeir pening eftir því hver á flesta teninga á hverju hóteli.
Helsta skemmtun spilsins er nefnilega skemmtunin við að keppa um hótelin og að sjá aðra spilara núlla hvorn annan út með því að vera með jafn mikið af teningum á sama hótelinu!
Kastaðu teningunum og leyfðu Þórðargleðinni að taka völdin!
Ísak Jónsson –
Las Vegas er í grunninn afskaplega einfalt en mjög skemmtilegt spil sem tekur stuttan tíma. Þessi útgáfa býður upp á að spila það með meiri möguleikum ef fólk er í stuði fyrir aðeins meira “kjöt á beinin”. Mæli með þessu.
Hafdís –
Þetta er óþarflega flækja á upphaflega las vegas spilinu. Betra að kaupa bara upprunalega spilið sem er ÆÐISLEGT