Little Alchemists

7.680 kr.

Aldur: 7 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 20-40 mín.
Höfundur: Matúš Kotry

* Uppselt *

Vörunúmer: CGE1119 Flokkur:

Skráðu þig á biðlistann til að fá tölvupóst strax og þessi vara kemur aftur á lager.

Skoðað: 61

Getið þið tekið framúr kennaranum ykkar í þekkingu og orðið bestu alkemistar landsins? Látum á það reyna! Það er kominn tími til að grípa hráefnin fyrir galdraseyðin, skerpa á athyglisgáfunni, og fara að blanda.

Little Alchemists er fjölskylduvænt afleiðsluspil sem er hannað til að vaxa með forvitnum huga ungviðisins. Spilið byrjar með einföldum hugmyndum og gangverki; þið byrjið á að safna og blanda hráefni í galdraseyði til að selja. Hins vegar, eftir því sem þið safnið lyklum með því að ná galdraseyðis-markmiðum, þá opnið þið nýja kafla sem bæta smám saman við fleiri seyðum, gangverki og flækjum í spilið.

Ekki með á hreinu hvernig á að brugga seyði? Ekkert mál! Það tekur bara nokkrar sekúndur með ókeypis appi sem fylgir spilinu. Til að brugga seyði veljið þið tvær hráefnisflísar, og skannið þær svo með appinu. Það mun sýna ykkur hvað gerist þegar þessum hráefnum er blandað saman, og merkir þá þekkingu á leyniborð hvers ykkar.

Með hverju seyði sem þið bruggið munuð þið uppgötva leyndarmál sem liggja í hjarta gullgerðarlistarinnar. Þið þurfið að nota aðferðir afleiðslunnar til að finna út hvaða eiginleika hvert hráefni hefur, þekking sem þið getið svo nýtt ykkur í spilinu.

Þegar þið aflæsið köflunum sjö lærið þið og náið tökum á mismunandi hlutum gullgerðarfræðinnar. Hver kafli er hannaður til að vera endurspilanlegur og byggja á fyrri köflum, með nýju gangverki sem dýpkar og flækir spilið örlítið eftir því sem líður á. Þegar allir kaflarnir sjö eru búnir hafið þið kynnst mörgum hugtökum úr stóra Alchemists spilinu, og eruð betur undirbúin í að takast á við það.

Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Spilatími

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Little Alchemists”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;