Allar töfrakisur eiga sér mannsekju. Allar manneskjur eiga við vandamál. Í Magical Kitties Save the Day þurfið þið að nota töfrakraftana ykkar til að leysa vandamál og bjarga deginum. En kettir eiga heima í þorpum sem eru full af nornum, geimcverum, ofurgáfuðum þvottabjörnum, og öðru illþýði. Þau gera vandamál manneskjanna enn verri, svo kettirnir þurfa að halda á vit ævintýranna til að stöðva þau.
Magical Kitties Save the Day er hlutverkaspil sem er hannað fyrir alla aldurshópa. Eldri leikmenn – hvort sem það eru foreldrar, barnapíur, kennarar, eða eldri systkin — geta verið stjórnendur fyrir börn allt niður í sex ára, og alla aðra sem elska ketti. Ef þú hefur verið að leita að leið til að koma vinum og vandamönnum í hlutverkaspil, þá er Magical Kitties fyrir þig.
Hefur þú aldrei spilað hlutverkaspil? Fullkomið! Magical Kitties inniheldur fullt af verkfærum — meðal annars teiknimyndasögu fyrir einn að spila, svo hægt er að byrja strax og kassinn er opnaður — og leiðbeiningar fyrir þau sem eru að spila sitt fyrsta hlutverkaspil, og stjórna hlutverkaspili í fyrsta skipti. Magical Kitties getur verið fyrsta skrefið ykkar í stóran heim.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar