Í Minecraft Explorers þá kannið þið saman kassalaga landslag í leit að földum fjársjóðum.
Þegar þú átt leik, þá færð þú aðgerðir til að nýta eins og þú vilt. Þú rannsakar mismunandi landslag til að uppgötva hvað er á bakvið flísina. Hakar og sverð gera suma leiðangra auðveldari, svo kannski viltu næla þér í svoleiðis. Reyndu að afhjúpa fjársóði til að sigra spilið.
Best er að forðast skrímsli eins og Zombies, Creepers og Endermen (ég gat þýtt eitt nafnið en ekki öll) því í lok hverrar umferðar, þá þarftu að afhjúpa skrímslaspil, og ef það skrímsli er þegar á borðinu, þá mun hópurinn ykkar verða fyrir þeim og fleiri skrímsli munu birtast. Takist á við hjörðina af hugrekki, því um leið og skrímslaspilin eru búin, þá tapið þið spilinu. Gerið ykkar besta til að fylla kistur ykkar af fjársjóði áður en það gerist.







Umsagnir
Engar umsagnir komnar