Magnað! Þessi undarlega eyja er með plöntu- og dýralíf sem er ólíkt öllu sem þú hefur upplifað! En… furðulegt!
Sem hugdjarfur könnuður undarlegra hluta er starf þitt í Oddland að rannsaka eyjuna og skrá þessi stórkostlegu dýr. Þegar þú átt að gera, þá rannsakar þú með því að leggja svæðisspil einhversstaðar á eyjuna (með möguleikann á að hylja svæði sem þegar hefur verið sett á borðið!).
Svo setur þú einn af sjö plöntu- eða dýramerklum (e. token) á spilið sem þú varst að spila út. Þessir merklar gefa stig út frá umhverfi sínu. Til dæmis: Svínhesturinn skorar fleiri stig á stórum eyðimerkursvæðum þar sem hann fær að hlaupa um frjáls.








Umsagnir
Engar umsagnir komnar