Operation Barclay er létt-miðlungsþungt spil fyrir tvo leikmenn, sem fjallar um njósnastríðið á milli bandamanna og Abwehr, njósnadeildar Þjóðverja, við Miðjarðarhafið 1942-1943.
Operation Barclay setur ykkur í spor yfirmanna í njósnadeild hersins sem eru að reyna að leyna eða læra sannleikann um áætlanir bandamanna um innrás árið 1943. Abwehr reyna að læra hvar bandamenn ætla að neda næst. Kjarni njósnadeildar bandamanna, LCS (The London Controlling Sector), þarf að koma í veg fyrir að Abwehr komist að sannleikanum.
LCS leikmaðurinn stillir upp á mismunandi hátt með því að leggja flísar á grúfu til að merkja hvar aðal- og varainnrásin mun eiga sér stað. Yfir sex mánuði mun Abwehr reyna að eignast sönnunargögn til að geta snúið við nógum mörgum af þessum flísum til að komast að því hvar innrásin mun eiga sér stað.
Til að ná sönnunargögnum byggja leikmenn upp fimm spila hönd til að taka slagi, svipað og í póker. Á meðan það er gott að hafa góða hönd til að ná í tvö sönnunargögn, þá er hægt að ná í þrjú sönnunargögn með því að veðja rétt á fyrstu þrjú spil hvorrar handar, eða vera með bestu fimm spilin.
Að auki þarf að hafa áhrif á stokkinn sem verið er að draga út. Hægt er að búa til svikastokk, sem leyfir að skilja gagnleg spil spil á grúfu til að nota seinna — nema andstæðingurinn taki þau spil í staðinn …en kannski voru ekki góð spil í svikastokknum, heldur var verið að blekkja með gagnslausu spili. Eins má draga spil úr sínum eigin stokki til að styrkja höndina með einstökum hæfileikum, innblásnum af sögulegum persónum, viðburðum og hæfileikum. Svo hefur LCS aðgang að Ultra — afkóðun þýska kóðans — en það er ekki nóg ef það er ekki notað varlega.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar