Skoðað: 479
Skemmtilegur leikur sem þjálfar talningu og form. Þú átt að hjálpa Kalla litla kónguló að ná upp á topp.
Þú kastar tening í hverri umferð en svo þarft þú að gá hverning veðrið er. Ef það er sól ferðu upp en ef það er rigning, þá þarftu að fara niður.
Önnur hliðin er með reitum og æfir talningu, og hin hliðin er með formum og æfir þekkingu á þeim.
Ingunn Hreinberg Indriðadóttir –
Mjög einfalt og skemmtilegt teningaspil fyrir yngstu börnin. Það er hægt að spila á tvo vegu, með tölum eða formum, svo börnin fá að æfa sig að telja og lesa tölustafi og hins vegar að læra nöfn á formum eins og hring og þríhyrning. Hjólið ræður svo úrslitum um hvort kóngulóin heldur stöðu sinni eða dettur niður og það færir aukna spennu í leikinn.