Samvinna og útsjónarsemi
Partners er borðspil þar sem spilað er í tveimur tveggja manna liðum. Spilinu er best lýst sem eins konar lúdó með spilum sem koma í stað teninga. Auk þess eru ýmis spil sem hægt er að nota til að ná forskoti eða klekkja á andstæðingunum. Spilið snýst um að vera á undan mótliðinu að koma öllum peðum liðsins á lokareit. Mikilvægast er að vinna saman sem félagar og beita réttu kænskubrögðunum.
Linda –
Stærri útgáfa af Partners, með aðeins fleiri möguleikum í leiknum. Geggjað þegar fleiri eru til í að spila.
Gunnar Torfi –
Partners er uppáhalds spil fjölskyldunnar! Sex manna er jafnvel skemmtilegra en fjögurra manna.
Kolbrún –
Mér finnst nauðsynlegt að eiga bæði Partners fyrir 4 og fyrir 6 svo hægt sé að velja á milli eftir hópastærð. Þetta gengur þó eins fyrir sig, eins og lúdó, tveir vinna saman, fólk er rekið heim og allir reyna að ná köllunum sínum í hús. Mér finnst þó 6 manna partners skemmtilegra því það tekur aðeins lengri tíma, stærri hringur sem þarf að fara áður en maður kemst heim.
Magnús –
Gaman að eiga stærra partners fyrir stærri vinahópa og skemmtilegar viðbætur.
Rúnar Þór –
Eins og ég sagði um Partners… þá er þetta eins og Ludo nema mun betra því þetta krefst samvinnu og Partners + er enn betra þar sem fleiri geta spilað saman og gert leikinn enn lengri, skemmtilegri og spennandi
Eyrún Sara Helgadóttir –
Ég elska Partners+, skemmtilegt, keppnis og samvinnuspil. Allt getur breyst á augastundu, maður spyr ekki að leikslokum! Mæli 100% með þessu fyrir fjölskylduna eða vinahópinn.