Á meðan þau auðugu láta á sér bera með dýrgripum sínum, með óendanlega uppsprettu forréttinga og fjár, þá erum við hin minna heppnu að plana hvernig við getum fleytt rjómann. Þið eruð ekki auðug. Þið kallið virðulega stétt ykkar „Auðskiptara“, þó aðrir kjósi að kalla það „innbrot“, en innbrot er svo harkalegt orð — napp nær því betur, og þið eruð mjög góð í því. Verst er að „vinir“ ykkar eru það líka.
Í hverri umferð er eitt ykkar Heilinn sem er að plana næsta fullkomna rán. Á meðan eru hinir innbrotsþjófarnir uppteknir við að reyna að giska á hvar ránið verður framið. Ef Heilinn nær að vera einn um ránið, þá fær hann allt sem er á staðnum óskipt. En ef aðrir innbrotsþjófar giska rétt á ránsstaðinn og mæta, þá geta þeir nappað verðmætum úr góssi Heilans.
Það ykkar sem stelur og selur mestu af verðmætum, og „dreifir“ þannig mest úr auðnum, sigrar spilið.









Umsagnir
Engar umsagnir komnar