Prey er klók og skemmtileg útfærsla á 12 spila slagaspili í litlum pakka.
Þið byrjið spilið á að kasta tveimur teningum til að ákvarða hve marga slagi þið þurfið að taka. Til að fá stig þurfið þið að fá jafn marga slagi og annar teningurinn ykkar segir til um. Það ykkar sem nær því tvisvar sinnum — á undan hinum — sigrar.
Þegar spil er sett út verðið þið að fylgja lit. Þið spilið sex slagi með rándýrshlið spilanna. Seinni sex slagina spilið þið með bráðar-hliðinni. Þið þurfið að átta ykkur hratt á því hvaða spil þið þurfið að nota og hver þið viljið nýta fyrir seinni hlutann!








Umsagnir
Engar umsagnir komnar