Nauðsynleg eign fyrir alla áhugasama púslara – handhæg púslmappa sem hægt er að hafa hallandi. Góð fyrir bakið og fyrir púslið, með frönskum rennilás sem heldur möppunni lokaðri.
Mappan er fóðruð með sérstöku efni þannig að yfirborðið er þægilegt að vinna á og bitarnir haldast öruggir á sínum stað. Hægt er að stilla hallann á borðinu þannig að hann henti þér sem best. Tvær púslplötur eru í töskunni og þægilegt að geyma þar lausa bita þar. Sniðugt heima fyrir til að spara pláss og veita öðrum fjölskyldumeðlimum aðgengi að eldhúsborðinu á ný Einnig hentugt í ferðalagið.
- Fyrir allt að 1000 bita púsl
- Passar fyrir púsl sem eru upp undir 70 x 50 cm
Umsagnir
Engar umsagnir komnar