Qwixx: Big Points er viðbót við Qwixx sem inniheldur tvær 80 blaðsíðna stigablokkir sem gefa nýja leið til að skora fleiri stig.
Hvor skorblokk bætir við tveimur röðum við þær fjórar sem fyrir voru: rauð/gul röð á milli þeirra rauðu og gulu, og græn/blá á milli þeirrar grænu og bláu. Þegar þið spilið og hafið merkt við t.d. rauða 5 og svo færðu rauða 5 seinna í spilinu (hvort sem það er þegar þú kastaðir eða andstæðingur), þá máttu merkja við rauðu/gulu 5.
Eins og í upprunalega Qwixx, þá máttu ekki merkja við tölur sem eru vinstra megin við tölu sem þú hefur þegar merkt við, svo þegar þú hefur merkt við rauðu/gulu 5, þá máttu ekki merkja við rauðu/gulu 2, 3, eða 4.
Spilinu lýkur á sama hátt og venjulega, þegar tveimur röðum hefur verið lokað, eða einhver merkti við fjórða mínusreitinn sinn. Þið skorið svo fyrir raðirnar ykkar og bætið við því sem þið náðuð í tvílitu röðunum við þær einlitu. Hæsta skorið skilar sigri í hús.









Umsagnir
Engar umsagnir komnar