Blásið er til stríðs í norðri… tími landvinninga er hafinn! Skerpið söxin og sendið fræknustu hetjurnar og berserki til að ná völdum á norðurslóðum. Snemmbúnir sigrar skila frægð, en þegar Ragnarök koma gætu guðirnir sjálfir sett þumal á vogarskálina. Aðeins þau sem eru klókari en andstæðingarnir sigra.
Red North er bardagaspil með leynilegum upplýsingum og blekkingu, kænskuspil fullt af spennu þar sem þið keppið með leyndum spilum sem sýna mismunandi fylkingar hetja, til að ná völdum á útvarðarstöðvum sömu fylkinga. Lykillinn að sigri er að vita hvenær á að bíta í skjaldarrendurnar og hvenær að hörfa.
Þið munuð leggja út ránssveitir til að ná stjórn á mismunandi útvarðarstöðvum. Með því að leggja út ræningja, jarla, og hetjur, munuð þið sýna hvaða útvarðarstöðvum þið viljið ná og gefa þannig frá ykkur mikilvægar upplýsingar. Aðföng eru stopul, svo þið þurfið að finna jafnvægi í að senda út fylkingar og eiga eitthvað inni til að nýta í Ragnarökum, þegar guðirnir gætu tekið þátt.
Red North er ný útgáfa af Saer, sem var upphaflega gefið út af La Mame Games árið 2024, en er með endurhönnuðu setti af útvarðarstöðvum, og átta einstaka guði.










Umsagnir
Engar umsagnir komnar