Frá tindum heimsfjallanna niður til iðandi fiskveiðiþorpanna við flóann flæðir á þar sem hægt er að auðgast gífurlega, og vesælir kaupmenn geta umgengist fínasta fólkið á Rokugan. Mun ættbálkur þinn verða ráðandi afl meðfram Gull-ánni?
Í River of Gold takið þið ykkur hlutverk kaupmanna sem eru í bandalagi við þjóðsagnakennda samurai-ættbálka, og reynið að nýta ánna til að auðgast og öðlast frægð og frama. Munt þú fjárfesta í að þróa hafnir, markaði, helgiskríni, og fleiri fyrirbæra meðfram ánni? Eða viltu heldur auðgast með því að sigla um ánna, og ná áhrifum með afhendingar-samningum, heimsækja aðalinn, og fá gæfu guðanna þegar illa árar?
Leikborðið í River of Gold er gullfallegt (bókstaflega) með gullþrykkingum og teikningum eftir snillinginn og kortagerðameistarann Francesca Baerald. Fyrir utan fallegt útlit spilsins, þá gengur spilið hratt og á klókan hátt, með lágmarks biðtíma á milli leikja og rétt um klukkutíma heildarspilun. Aðdáendur Euro-spila munu njóta þessa miðlungsþunga spils með fljótlærðum reglum.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar