Í slagaspilinu (e. trick-taking) Seas of Strife (S.O.S.) viltu forðast að taka slagi eins mikið og þú getur, en ef það er ekki öruggt að spila ekki í lit því sortin gæti breyst á meðan, sem gæti komið aftan að þér.
Áður en þið gerið, þá er öllum spilunum skipt jafnt á milli ykkar. Þegar eitt ykkar leiðir slag með fyrsta spilinu, þá verðið þið að spila út sama lit ef þið getið. Ef þið getið ekki spilað út sama lit, þá megið þið spila út hvaða lit sem er — en eftir það, þá mega leikmenn sem eiga eftir að gera spila út öðrum hvorum litnum sem er kominn út (eða þriðja litnum, ef þau eiga hvorugan af hinum).
Þegar þið hafið öll sett út spil í slaginn, þá sjáið þið hvaða lit hefur verið spilað mest út. Hvert ykkar sem á hæsta spilið í þeim lit sigrar slaginn. Ef tveir eða fleiri litir eru jafnir, þá mun hæsta spilið ráða.
Þið spilið nokkrar umferðir þar til eitthvert ykkar nær tilteknum fjölda slaga. Þá sigrar það ykkar sem fékk fæsta slagi.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2018 Fairplay À la carte – Annað sætið






Umsagnir
Engar umsagnir komnar