Saboteur

Rated 4.00 out of 5 based on 4 customer ratings
(4 umsagnir viðskiptavina)

2.950 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 3-10 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Fréderic Moyersoen

Availability: Aðeins 1 eftir

Vörunúmer: SPSS2-04901 Flokkur: Merki: , ,
Skoðað: 1.038

Þið finnið íslenskar reglur á spilavnir.isÍ Saboteur eruð þið að grafa eftir gulli djúpt í dimmri námunni þegar haki mölbrýtur lampann og myrkrið hellist yfir. Skemmdarvargarnir hafa látið til skarar skríða á nýjan leik! En hvert ykkar er skemmdarvargur? Getur þú og félagar þínir grafið ykkur  að gullinu, eða munu skemmdarvargarnir eyðileggja það fyrir ykkur?

Saboteur er frábær blanda af samvinnuspili og svikum.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2004 Japan Boardgame Prize Best Foreign Game for Beginners – Tilnefning
Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , , , , ,

Útgefandi

Útgáfuár

Spilatími

4 umsagnir um Saboteur

  1. Einkunn 4 af 5

    Magni

    Einfalt og gott. Hér spilar fólk dverga sem eru að leita að gulli, en einn (jafnvel fleiri, fer eftir fjölda spilara) ætlar sér að koma í veg fyrir að hinum takist það án þess að upp um hann komist.

  2. Einkunn 4 af 5

    Salóme

    Frábært spil fyrir hóp, sérstaklega með krökkum. Allir spilarar eru dvergar að leita að gullmolanum við enda námunnar og þurfa að vinna saman í að grafa göngin sem leiða að gullmolanum. En í hópnum geta leynst skemmdarvargar sem vilja ekki að gullið sé fundið. Þeir geta þá eyðilagt fyrir hinum, skemmt verkfæri hinna dverganna, afvegaleitt eða skemmt göngin. Galdurinn er þó sá að vera lúmskur og ekki láta hina dvergana fatta að þú sért skemmdarvargurinn því þá geta þeir unnið saman að því að loka á þig. Stigakerfið er svolítið gallað og það er mjög erfitt að vera góður skemmdarvargur og vinna leikinn sem slíkur, en þetta spil getur skapað spennu og skemmtilegan kíting.

  3. Einkunn 4 af 5

    Stefán Ingvar Vigfússon

    Skemmtilegt take á varúlf! Hentar vel fyrir stóran hóp!

  4. Einkunn 4 af 5

    Eidur S.

    Gott spil fyrir stóra hópa sérstaklega ef maður tekur spilinu ekki of alvarlega. Leikmenn skiptast á að setja niður spil sem stækka göng sem þau eru að grafa í leit að gullmola.

    Einhverjir gætu þó verið að reyna að skemma fyrir hinum leikmönnunum og myndast því spenna því ekki eru allir vissir um hver er hvað. Spilið er létt og auðvelt að kenna.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;