Shogi, eða japönsk skák, á sér langa sögu í Japan.
Markmið spilsins er að ná kóngi andstæðingsins. Mennirnir eru þekkjanlegir með áttinni sem þeir vísa í, í stað litar. Áttin sýnir hvoru ykkar maðurinn tilheyrir.
Það er heillandi munur á skák og Shogi, sem er með sérstakar reglur sem gerir spilið áhugavert. Mikilvægur munur er í því hvernig mennirnir eru drepnir og nýttir aftur á borðið. Það þýðir að mönnum fækkar ekki á borðinu, svo leikar geta snúist á hverri stundu. Hinn grundvallarmunurinn er möguleikinn á að uppfæra mennina, sem gefur þeim fleiri hreyfingar. Mennirnir styrkjast þannig eftir því sem líður á spilið.
Shogi hentar bæði þeim sem eru byrjendur í skák og þeim sem eru lengra komnir og vilja nýjar áskoranir.








Umsagnir
Engar umsagnir komnar