Shut the box er einfalt en spennandi spil fyrir eiginlega hvaða leikmannafjölda sem er (við miðum við 1-12 því það geta 4 gert í einu, sem styttir biðtímann). Þegar þú hefur kastað teningunum tveimur, þá máttu nota summu þeirra til að loka flipa með þeirri summu, eða tveimur flipum sem saman mynda summuna. Svo máttu halda áfram þar til þú getur ekki notað kastið þitt. Markmiðið er að loka öllum flipunum.
Stigin eru talin út frá flipum sem þú náðir ekki að snúa við. Ein leið er að taka summuna af þeim, en önnur er að taka allar tölurnar í réttri röð frá vinstri til hægri. Dæmi: Þú átt eftir að snúa við 2, 4, 5, og 10. Þá færðu 24.510 í stig.
Ákveðið í upphafi hvað á að taka margar umferðir, og teljið svo stigin að leikslokum. Það ykkar sem er með fæst stig sigrar.
Þessi útgáfa er með 4 settum af tölum frá 1-12, sem þýðir að 4 leikmenn geta gert í einu.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar