Skull King er slagaspil sem svipar til Kana og Wizard þar sem þið þurfið að segja hve marga slagi þið ætlið að fá í hverri umferð. Í Skull King eru sagnir sagðar allar í einu, sem þýðir að stundum ætlið þið að fá fleiri eða færri slagi en eru í boði. Þið verðið hins vegar að fá nákvæmlega jafn marga slagi og þið sögðuð, og það er alveg jafn slæmt að fá of marga slagi eins og það er að fá of fáa. Þannig verður stundum alveg jafn frábært að tapa slag eins og að fá slag.
Ef þið náið slögunum sem þið sögðuð, þá fáið þið 20 stig fyrir hvern slag. Ef þið fáið fleiri eða færri, þá fáið þið 10 stig í mínus fyrir hvern slag umfram eða undir. Ef þið sögðuð núll, þá fáið þið tíu sinnum númer umferðarinnar sem þið eruð að spila — en ef þið fáið einn slag (eða fleiri) þá fáið þið þau stig í mínus! Bónusstig fást fyrir að ná sjóræningjum, og sjóræningjakónginum. Það ykkar sem fær flest stig sigrar.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2014 Fairplay À la carte – Annað sætið
Umsagnir
Engar umsagnir komnar