Skoðað: 121
SOS Dino er samvinnuspil þar sem þið þurfið að bregðast við, gera ráð fyrir hinu óvænta, og vinna saman sem teymi til að bjarga fjórum risaeðlum í SOS Dino! Dragðu flís, settu hana á borðið, og hreyfðu svo eina af risaeðlunum nær örygginu í fjöllunum. Gættu þín á hrauninu og loftsteinunum!
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2018 Kinderspiel des Jahres – Meðmæli
Stefán frá Deildartungu –
Sætt og skemmtilegt samvinnuspil sem snýst um að bjarga risaeðlunum frá útrýmingu af völdum eldgosa.
Leikmenn skiptast á að draga flísar og færa risaeðlurnar nær öruggu skjóli. Á flestum flísunum eru hrauntaumar og bætast þær við taumana sem streyma úr fjórum eldfjöllum og þrengja þannig sífellt að risaeðlunum. Til að auka spennuna enn frekar eru risaeðluegg hingað og þangað um spilaborðið og leikmenn verða að vega og meta hvaða eggjum er möguleiki að bjarga.
Ég mæli með þessu spili fyrir allar fjölskyldur sem vilja vinna saman frekar en að keppa hvert við annað.