Skoðað: 2.612
Hér er svarið! 58 spurningar og 58 svör sem öll passa saman á ótrúlega fyndinn hátt, aftur og aftur og aftur og…! Veldur miklum hlátrasköllum hvar sem fólk kemur saman, hvort sem um er að ræða brúðkaupsveislur, steggja/gæsapartý, afmæli, útskriftarveislur, ættarmót eða bara allt sem fær fólk til að hittast og skemmta sér! Frábær tækifærisgjöf.
Smá forsýning:
- Lýgurðu mikið? – Stundum þegar ég er í stígvélum!
- Ertu daðrari? – Bara þegar mér er mikið mál!
- Ertu klár að bakka í stæði? – Ég prófaði það í gamla daga og fannst það ekkert skemmtilegt
Hólmfríður Helga Björnsdóttir –
Þetta hefur slegið í gegn í hvert skipti! Mikið hlegið og fólk virðist ekki geta hætt.
Stór kostur að það fer lítið fyrir þessu og þægilegt að taka þetta með hvert sem er.
Elísabet Þórhallsdóttir –
Ég spilaði þetta með fjöllunni og guð minn hvað þetta er gott spil. Ég veit ekki hversu oft ég grenjaði úr hlátri! Vávívúvah segi ég nú bara. Ef ég ætti að “kvóta” einn frægan til að lýsa þessu þá myndi ég segja: May the laughter be with you”. Haha fattaru þennan djók. Þetta er frægur kvót eftir Obi Van Kenobi úr Stjörnustríði. Ég breytti bara orðinu force yfir í laughter hahaha.
En já I r8 dis 8/8 it is gr8 m8.
Sara –
Hrikalega skemmtilegt spil sem gaman er að spila í góðra vina hópi Mikið hlegið
Halldóra –
Hugmyndin er fín, en þetta sló ekki í gegn hjá mínum vinahóp. Við erum meira fyrir CAH.
erla björk jónsdóttir –
sjaldan hlegið jafn mikið! frábær skemmtun fyrir flesta
Karitas Bergsdóttir –
Mjög skemmtilegt spil í ólíkum hópum og góður ísbrjótur.
Núna hef ég reynt að hafa uppi á höfundi, en heimasíða virðist ekki vera virk lengur. Ábendingar vel þegnar
Þorri –
Spilavinir eru tengiliður höfundar. Hafðu samband við okkur í spilavinir@spilavinir.is.