Í Suspend þá viltu vera fyrstur allra til að losa þig við þinn hluta af 24 vírum sem fylgja með spilinu. Hvernig losar maður sig við þá? Með því að henda þeim í burtu? Fela þá undir púða? Nei, þú þarft að hengja þá á grindina sem fylgir með, og mátt bara nota aðra höndina við það. Ef eitthvað snertir borðið þegar þú hefur lokið við að setja nýjan vír á, þá þarftu að taka hann af og setja hann á aftur; ef eitthvað dettur af, þá þarft þú að taka þá víra til þín og nota næstu umferðir til að losa þig við þá.
Fyrsti leikmaðurinn til að losa sig við alla vírana sigrar.
Melissa and Doug gáfu líka út útgáfu fyrir 4ra ára og eldri sem heitir Suspend Junior.
Dröfn Teitsdóttir –
Vinnufélagi minn kom með þetta í vinnuna á föstudegi, eitt skemmtilegasta hádegishléinu ever 🙂
Fjörugt og gengur hratt.