Hákapítalískt spil sem gengur út á að eignast sem mest í lífinu. Í spilinu speglast margir helstu atburðir í ævi fólks, skóli, stofna fjölskyldu, kaupa heimili, vinna og lífið eftir vinnu. Leikmaðurinn sem endar með mestan pening sigrar.
Leikmenn hreyfa peðin sín eftir lífsins braut með því að snúa hjólinu, eða lenda á reitum sem segja manni að hreyfa sig á aðra reiti, eða áfram eða afturábak. Það eru nokkrar kvíslar þar sem hægt er að velja um eina leið eða aðra, en þær mætast seinna og leiða allar á sama stað að lokum (eins og lífið sjálft).
Hér fyrir neðan er auglýsing sem lýsir spilinu ágætlega 🙂
Eidur S. –
Þetta er virkilega leiðinlegt spil. Það spilar sig sjálft, ég eignaðist það sem krakki og fannst það ekki einu sinni skemmtilegt þá.
Þorri –
Umsögnin að ofan er ekki röng í sjálfu sér. Spilið spilar sig sjálft að mestu leyti. En dóttir mín (11) tekur það reglulega upp með vinkonum sínum. Og þó ég reyni að komast undan því að spila það, þá tek ég stöku spil með henni við og við og við eigum góða stund saman.