Það eru 62.208 mögulegar uppsetningar af The Genious Square en markmið ykkar í þeim öllum er eins: Keppist um að vera fyrst til að fylla út ferninginn með níu lituðum formum (ekki óvsipuð Tetris formum) þegar búið er að setja „lokarana“ sjö á sína staði. Það virðist stundum ómögulegt, en það er ALLTAF minnst ein leið til að leysa þrautina… og það er snilldin við The Genious Square!
Hvert ykkar fær ferning (það fylgja tveir með pakkanum) og sett af níu lituðum formum, auk sjö „lokara“. Kastið öllum sjö teningunum í einu og setjið „lokara“ á hvern reit sem kemur á teningunum. Næst keppist þið um að vera á undan að fylla ferninginn út með formunum níu.
það eru 62.203 mögulegar leiðir fyrir teningana að lenda. Með forriti, sérstaklega skrifuðu fyrir þetta, komust höfundar spilsins að því að hver einasta staða á sér minnst eina lausn. Sumar þeirra er einfalt að leysa, en aðrar eru mjög, mjög erfiðar. Þar ræður teningakastið um.
Strax og einhver klárar getið þið kastað teningunum og spilað aftur. Þú getur líka keppt án andstæðings á móti klukkunni.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar