The Genius Star

4.920 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 1-2 leikmenn
Spilatími: 15-30 mín.

Availability: Aðeins 1 eftir

Vörunúmer: SGHP002 Flokkur:
Skoðað: 116

Markmiðið með öllum 165.888 mögulegum þrautum í þessu spili er að klára stjörnuna með ellefu litríkum formum, eftir að búið er að staðsetja „blokkerana“ sjö í upphafi. Það getur komið upp sú staða að lausnin sé hvergi sjáanleg, en það er ALLTAF að minnsta kosti ein leið til að leysa þrautina.

Kastaðu teningunum sjö og settu „blokkera“ í þríhyrningana sem eru með sömu tölum og koma upp á teningunum. Næst keppið þið um að fylla í ykkar stjörnu með formunum 11.

Ef þú hefur spilað hið gífurlega vinsæla The Genius Square, þá muntu fljótlega sjá að The Genius Star er enn erfiðara.

Að auki er ný þraut innbyggð í hinar, löguð eins og gyllt stjarna. Munt þú reyna að sigra á hefðbundinn hátt, eða reyna að tvöfalda sigurinn með því að klára þrautina með gylltri stjörnu að auki? Aðeins 57,4% af þrautunum er hægt að leysa með gylltri stjörnu, svo þetta er erfið ákvörðun. Þú þarft að hafa hraðann á og hafa stáltaugar. Að lokum getur þú farið á vefsíðu til að athuga hvort þrautin þín hefði getað innihaldið gyllta stjörnu.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • American Specialty Toy Retailing Association Best Toys 2020 – Sigurvegari
Karfa

Millisamtala: 7.860 kr.

Skoða körfuGanga frá pöntun

;