Röð skemmdarverka hafa skelft Lucky Llama Land skemmtigarðinn! Búið er að eiga við fjölda tækja í garðinum. Þið hefjið rannsóknina og safnið saman vísbendingum um dagana áður en glæpurinn átti sér stað, glæpamennina, tólin og vettvang glæpsins. Þið þurfið að finna rétta kóðann og nota lykilinn ti lað koma glæpamönnunum á bak við lás og slá.
Athugið að það er ekki alltaf það ykkar sem er sneggst sem sigrar, heldur það sem fer varlega og nýtir hverja hreyfingu best.
- Inniheldur ráðgátu sem hægt er að spila aftur og aftur.
- Allir gera í einu, svo hvert spil tekur 20-30 mínútur.
- 4 afþurrkunar-tússpennar fylgja með, og spjöld til að skrifa á.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2021 Spiel des Jahres – Meðmæli








Umsagnir
Engar umsagnir komnar