The White Castle

6.930 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 1-4 leikmenn
Spilatími: 80 mín.
Höfundur: Isra C., Shei S.

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: DEV4059 Flokkur:
Skoðað: 0

Hegrinn flýgur um himininn yfir Himeji á meðan lénsmaður keisarans, Daimyo, fylgist með þjónum sínum úr toppi kastalans. Garðyrkjumenn hlúa að tjörninni þar sem koi fiskarnir búa, hermenn eru á verði á veggjunum, og hirðfólkið safnast að hliðinu, fullt af löngun eftir að komast innar í hirðina. Þegar nóttin fellur á kviknar á lömpunum og verkamennirnir snúa heim til síns ættbálks.

Í The White Castle stjórnar þú einum þessara ættbálka og reynir að skora fleiri stig en hinir. Til að fá stig, þá þarftu að ná heilmiklum áhrifum í hirðinni, stjórna aðföngum af kostgæfni, og stilla upp verkamönnum þínum á réttan stað á réttum tíma.

The White Castle er svokallað Euro-spil sem notar gangverk eins og aðfangastjórnun (e. resource management), vinnumenn (e. worker placement), og teninga-röðun (e. dice placement) til að stjórna aðgerðum. Í spilinu, yfir þrjár umferðir, sendir þú meðlimi þíns ættbálks til að sinna görðunum, verja kastalann, eða klifra upp metorðastigann í hirðinni. Í leikslok fáið þið stig á nokkra vegu.

Miðjan á borðinu sýnir Himeji kastalann í allri sinni dýrð, skipt upp í nokkur svæði. Stærsta svæðið er inni í kastalanum, með Herbergi Teppanna Þúsund, þar sem hirðin þarf að vera til að klifra metorðastigann að Daimyo og öðlast þar velvild hans. Þar er líka tjörnin og garðarnir, þar sem garðyrkjumennirnir sinna verkum sínum af þolinmæði, og fólk slappar af og nýtur fegurðarinnar óheft. Annað mikilvægt svæði er veggurinn, og utan kastalans þar sem hermennirnir standa vaktina og gæta kastalans. Að lokum eru það brýrnar þrjár, þar sem þrjár tegundir teninga safnast saman til að framkvæma aðgerðir, og loks sérstakt svæði hvers leikmanns, þar sem haldið er utan um afurðir og ónotaða vinnumenn.

The White Castle er með aðgengilegar reglur og passar í fjölbreyttar tegundir af spilahópum.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2025 Lys Expert – Úrslit
  • 2024 Nederlandse Spellenprijs Best Advanced Game – Tilnefning
  • 2024 Guldbrikken Best Expert Game – Sigurvegari
  • 2024 Gra Roku Advanced Game of the Year – Tilnefning
  • 2024 GEEKS d’OURO Strategy Board Game of the Year – Sigurvegari
  • 2024 GEEKS d’OURO Solo Board Game of the Year – Tilnefning
  • 2024 GEEKS d’OURO Board Game of the Year – Sigurvegari
  • 2024 As d’Or – Jeu de l’Année Expert – Tilnefning
  • 2024 American Tabletop Complex Games – Sigurvegari
  • 2023 Meeples Choice Award – Sigurvegari
  • 2023 Golden Geek Medium Game of the Year – Tilnefning
  • 2023 5 Seasons Best Solo Mode – Tilnefning
  • 2023 5 Seasons Best Portuguese Expert Game – Sigurvegari
Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Spilatími

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “The White Castle”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;