Kúnstugt orðaspil — á ensku — þar sem þið reynið að finna út hvaða orðareglur gilda með því að leggja orðaspil í hringi.
Á miðju borðinu leggið þið einn til þrjá hringi sem hver hefur sína reglu. Ef þið leggið fleiri en einn hring, þá mynda þeir sniðmengi þar sem báðar reglurnar gilda. Reglurnar eru í þremur flokkum:
- Orð: Um hvernig orð er stafað eða uppbyggt.
- Eiginleiki: Um raunverulega eiginleika hlutarins, eins og útlit, þyngd, áferð og fleira.
- Samhengi: Um stöðu hlutarins, hvernig hann nýtist í samfélaginu og þess háttar.
Eitt ykkar fær að vita hvaða reglur þetta eru, og gætir þess að spil rati á réttan stað. Ef spil fer ekki á réttan stað, þá mun það ykkar sem veit færa spilið á réttan stað. Ef það gerist, þá þarf það ykkar sem setti spilið út að draga nýtt spil.
Markmiðið er að losna við öll spilin sín. Getur þú áttað þig á reglum hvers hrings áður en andstæðingarnir gera það? Með hverjum hring sem þið bætið á borðið fjölgar stöðum sem spilið gæti farið á, og ekki gleyma að það gæti átt heima fyrir utan alla hringina!
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2024 Origins Awards Best Party Game – Tilnefning
- 2024 Golden Geek Best Party Game – Tilnefning









Umsagnir
Engar umsagnir komnar