Árið er 1130. Það er verið að kalla saman fólk til að velja nýjan höfðingja í þorpinu. Það er aðeins einn andstæðingur sem gæti ógnað kjöri þínu. Næstu dagar fara í að finna jafnvægi í að verja tíma þínum hjá ættbálkunum og á þinginu til að tryggja að atkvæðin falli þér í vil, frekar en andstæðingnum. Þegar spilinu lýkur er kallað til atkvæðisgreiðslu og sigurvegarinn valinn.
Varáttan um völdin er hafin. Hvor leikmaðurinn fær öldungana sjö til að velja sig sem næsta höfðingja? Stjórnaðu spilunum á hendi vel og spilaðu þeim markvisst til að tryggja þér stöðuna án blóðsúthellinga.
Þið skiptist á að gera, eina aðgerð í einu. Eldri leikmaðurinn byrjar. Í boði er að:
- Leggja spil á þingið til að hafa áhrif á öldung.
- Leggja spil á ættbálkinn til að fá fylgjendur og sérstaka krafta.
Þegar þú hefur spilað spili, þá dregur þú annað úr röð 3ja spila sem snúa upp, eða efsta spilið í bunkanum. Þá á andstæðingurinn að gera.
Spilið heldur áfram þar til:
- Annar leikmaðurinn hefur tryggt sér 3 öldunga, eða
- bunkinn til að draga úr er tómur og báðir leikmenn búnir með spilin sín
Til að reikna úrslitin leggið þið saman stigin sem þið fáið fyrir að hafa áhrif á öldungana og fyrir hvern ættbálk sem þið stjórnið. Flest stig skila sigri í hús! Ef það skyldi vera jafntefli, þá er sigurvegarinn með fleiri fylgjendur hjá öldungunum.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar