Frábært paraspil sem virðist vera upprunnið frá Kína, en er hannaður af Svisslendingi.
Spilið er liðaleikur fyrir fjóra, tveir og tveir saman í liði — eins og Partners. Spilinu svipar svolítið til Forseta, þar sem markmiðið er að vera á undan að losna við spilin sín með því að spila þeim út eftir ákveðnum reglum.
Einn leikmaður leiðir með því að setja út sett sem hinir leikmennirnir mega spila út í — ef þeir eiga samskonar eða hærra sett. T.d. ef leikmaður leiðir með þremur fjörkum mega hinir setja út þrennu sem er hærra en fjarkarnir, t.d. þrjár níur. Settin eru nokkurn veginn eins og pókerhendur: einn, tveir eins, þrír eins, fullt hús, eða röð með 5 eða fleiri spilum.
Auk þess að vera venjulegur spilastokkur þá eru fjögur spil með sérstaka hæfileika: Mahjong, Hundur, Dreki og Fönix.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2006 Nederlandse Spellenprijs – Tilnefning
- 1999 Fairplay À la carte – Annað sætið
- 1998 Meeples Choice Award – Tilnefning
- 1992 Fairplay À la carte – Annað sætið
Umsagnir
Engar umsagnir komnar