Skoðað: 147
Stórskemmtileg viðbót við Ticket to Ride Evrópa!
Spilið bætir við fullt af nýjum og spennandi lestarleiðum í Evrópu og bætir einnig vöruhúsum við þar sem hægt er að safna spilum með áfangastöðum.
Dustaðu rykið af gamla Ticket to Ride Evrópa spilinu og kepptu um nýjar leiðir með nýjum reglum!
Sigurður Jón –
Líkt og 1910 viðbótin fyrir ticket to ride USA þá kryddar þessi viðbót upp á evrópukortið með því að bæta inn nýjum leiðum og gefur mönnum kost á að spila eftir öðrum og skemtilegum reglum.
Við notum alltaf aukaleiðirnar þegar að við spilum evrópukortið, en við höfum ekki notað vöruhúsin nema tvisvar og sá partur er að mínu mati óþarfur, en gefur samt kost á því að breyta leiknum aðeins fyrir þá sem vilja meiri fjölbreytni.