10 ára afmælisútgáfa af Tokaido. Plastlaus, minni kassi og algerlega endurnýjaðar teikningar. Óbreyttar reglur, enda samþykktar af leikmönnum í 10 ár.
Í Tokaido eru leikmenn að ferðast East sea road, eina stórkostlegustu leið um Japan. Á ferðalaginu hittið þið fólk, bragðið á dásamlegum mat, safnið fallegum hlutum, uppgötvið ótrúlegt útsýni, og heimsækið musteri og náttúruparadís — en að lokum, þegar allir hafa náð á leiðarenda, þá sigrar leikmaðurinn sem hefur uppgötvað áhugaverðustu og fjölbreyttustu hlutina.
Aðgerðir fást á línulegum ás, þar sem leikmenn ferðast áfram til að fá aðgerðir. Aftasti leikmaðurinn á alltaf næsta leik, svo leikmenn þurfa að velja um að ferðast hægt yfir til að gera sem oftast, eða fara hratt yfir og vera á undan hinum á eftirsóknarverða staði.
Aðgerðirnar eru mismunandi, en nokkuð jafnar. Sumar gefa leikmönnum meiri pening, á meðan aðrar gefa leikmönnum tækifæri til að eyða peningunum til að fá stig. Sumar aðgerðir hjálpa leikmönum að safna í sett, og aðrar verðlauna leikmenn einfaldlega fyrir að stoppa þar.
Allar aðgerðirnar eru einfaldar og dásamlega myndskreyttar. Tokaido er friðsælt spil sem hentar vel í gott fjölskylduspilakvöld.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2017 Guldbrikken Best Family Game – Tilnefning
- 2014 Hra roku – Tilnefning
- 2013 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
- 2013 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Tilnefning
- 2013 Gioco dell’Anno – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar