Traitors Aboard er partíspil þar sem hvert ykkar fær leynilegt hlutverk og þurfið að leggja á ráðin og blekkja.
Nánar tiltekið, í Traitors Aboard, eruð þið sjóræningjar sem reyna að fylla fjársjóðskistuna saman, eða uppreisnarseggir sem reyna allt hvað þeir geta til að kroppa í eigur sjóræningjanna og breiða út óreiðu um skipið. Í spilinu þurfið þið að ræða, spyrja, og deila upplýsingum hvert með öðru (sönnum eða lognum) til að samhæfa viðbrögðin ykkar, eða svíkja á rétta augnablikinu.
Getur þú séð út hver eru með þér í liði, og notað hlutina um borð til að sigra? Örlög áhafnarinnar eru í þínum höndum…
Umsagnir
Engar umsagnir komnar