Í meira en 300 milljón ár hafa trén skipst á næringarefnum við sveppi í gríðarstóru neðanjarðarkerfi. Vísindamenn eru enn að gera nýjar uppgötvanir í þessum hulda heimi.
Í Undergrove eruð þið risavaxin furutré sem hafið búið við þetta samlífi í skóginum frá fornri tíð. Þegar nýir sveppir birtast, þá aukast möguleikar þínir á að umbreyta næringarefnum og hjálpa ungu plöntunum þínum. Með því að skipta á kubbum, leggja flísar, stjórna svæðum, og smá vél (e. engine building), reynir þú að ná bestu stöðunum og hámarka aðgerðir þínar til að skilja við sem mesta arfleifð í skóginum. Það ykkar sem kemur flestum ungum plöntum á legg sigrar.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar