Unlock! eru samvinnuspil í anda flóttaherbergjanna vinsælu. Spilið kemur með þremur ævintýrum (herbergjum) og með því að nota spjöld og app í símanum þínum leysið þið gátur, finnið og búið til nytsamlega hluti og bjargið deginum.
Unlock! Legendary Adventures inniheldur þrjú ný ævintýri sem þú getur spilað heima hjá þér:
- Action Story: Hin skuggalega Stella hefur stolið heimsins dýrasta gimsteini. Söðvaðu hana og náðu hinum dýrmæta fjársjóði.
- Robin Hood – Dead or alive: Fógetinn í Nottingham hefur náð Hróa Hetti. Safnaðu félögum hans saman til að bjarga honum úr dýflissunni.
- Sherlock Holmes – The burnt angels case: Frægasti einkaspæjari allra tíma arfnast þinnar hjálpar við að leysa dularfullt morðmál.
Athugið! Til að spila Unlock! þarf að sækja app frá App Store eða Google Play. Þegar það er komið, þá þarf ekki internettengingu á meðan spilað er.
https://youtu.be/o_eRR2RIQfU
Umsagnir
Engar umsagnir komnar