Þú ert lærlingur galdrakarls sem kóngurinn bað að eyða lávarði djöflanna og bjarga þannig prinsessunni.
Þetta er spil fyrir einn leikmann þar sem þú færir galdrakarlinn eftir korti, berst við óvini, og safnar nýjum galdrahlutum og félögum í leiðinni.
Spilið samanstendur af 32 spilum. Þú hreyfir galdrakarlinn eftir kortinu og borgar lífsstig fyrir að ferðast yfir landið. Sum svæði eru bardagasvæði þar sem þú berst við handbendi óvinarins. Þú notar spil af hendi til að búa til galdra með því að para ákveðin galdramunstur, og félagar þínir geta hjálpað til líka. Ef þú sigrar handbendin þá færðu fleiri spil sem geta innihaldið töfra eða félaga. Ef þú sigrar lávarð djöflanna í lokin, þá sigrar þú!
Umsagnir
Engar umsagnir komnar